Leucojum vernum

Ættkvísl
Leucojum
Nafn
vernum
Íslenskt nafn
Snæklukka
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Lífsform
Laukar, fjölær.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
(Mars)-apríl.
Hæð
15-20 sm
Vaxtarlag
Laukar um 2,5 sm. Lauf allt að 25 sm × 8-25 mm, koma rétt á eftir blómunum.
Lýsing
Blómstöngull 15-30 sm, ögn holur, með tvo mjóa vængi, venjulega með 1 blóm (sjaldan 2) og hreisturblað sem er eina stoðblaðið, um það bil jafnlangt og blómleggurinn. Blómhlíf 1,5-2,5 sm, hvít með grænan eða gulan blett við enda hvers flipa. Fræ 7 mm, hvítleit, með sepa.
Uppruni
Evrópa frá Belgíu og Póllandi til Pyreneafjöllum og gömlu Jugóslavíu.
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Hliðarlaukar, laukar eru lagðir í september á 8 sm dýpi, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð og víðar.
Reynsla
Er ekki til í Lystigarðinum 2015.Laukar geymast illa, gróðursetjið þá sem fyrst.
Yrki og undirteg.
ssp. carpathicum Sweet. plöntur með gula bletti á blómhlífinni.v. vagneri Stapf. er kröftug undirtegund oftast með 2 blóm á hverjum stöngli.