Leuzea carthamoides

Ættkvísl
Leuzea
Nafn
carthamoides
Íslenskt nafn
Gresjuhúnn
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Purpura.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 60 sm
Vaxtarlag
Stórvaxin, fjölær jurt.
Lýsing
Laufin í stórum hvirfingum, laufin milligræn, allt að 60 sm löng og djúpskert með odda á jöðrunum. Stönglar sverir, sívalir, allt að 60 sm háir. Körfurnar stakar, purpuralitar, allt að 7 sm breiðar. Stönglar margir með stór, glæsileg blóm sem minna á þisla. Rætur djúpstæðar.Ekki í RHS
Uppruni
Fjöll í S Síberíu og A Kazakhstan.
Heimildir
= http://www.floralencounters.com/Seeds/seed_detail.jsp?productid=99540, http://mednotess.com/en/pages/1440301
Fjölgun
Sáning eða skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Þrífst vel í Lystigarðinum.