Levisticum officinale

Ættkvísl
Levisticum
Nafn
officinale
Íslenskt nafn
Skessujurt
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulleitur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
150-200 sm
Vaxtarhraði
Vex hratt.
Vaxtarlag
Stórvaxinn fjölæringur, 1-2 m hár. Stönglar djúpgreyptir að grunni. Lauf stór, dökkgræn, gljáandi, 2-3 fjaðurskipt, sagtennt. Ilmar eins og silla (sellerí(Apium graveolens)).
Lýsing
Blóm smá, grængul, í 12-20 geisla sveipum með mörg, himnukennd, mjó, niðurstæð stoðblöð.
Uppruni
Upprunnin í Íran, víða ræktuð og hefur numið land í Evrópu og Bandaríkjunum.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
4
Heimildir
= 1, HHP,
Fjölgun
Skipting að hausti eða vori, sáning að hausti. Fræ missa fljótt spirunarhæfni sína og því ætti að sá þeim strax og þau hafa verið tínd.
Notkun/nytjar
Stakstæð í grasflatir, í skrautblómabeð með stórum fjölæringum.
Reynsla
Gamlar plöntur eru til í Lystigarðinum, þrífast vel. Falleg og stæðileg planta sem er góð í hvaða garð sem er. Alla hluta plöntunnar svo sem blöð, fræ og rætur má nota sem krydd. Laufið er/var meðal annars notað í kjötsúpu, líka gott í pestó.
Útbreiðsla
Skessujurtin er gömul lækningajurt.