Lewisia cotyledon

Ættkvísl
Lewisia
Nafn
cotyledon
Ssp./var
v. howellii
Höfundur undirteg.
(S. Watson) Jeps
Yrki form
Ashwood Strain
Íslenskt nafn
Stjörnublaðka
Ætt
Grýtuætt (Portulacaceae).
Lífsform
Sígræn, fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur, rauður, aprikósulitur, gulur.
Blómgunartími
Maí-júlí.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Sígrænn fjölæringur, allt að 30 sm hár í blóma með lauf sem mynda þétta, flata, sammiðja hvirfingu, sem er allt að 30 sm í þvermál.
Lýsing
Laufin oftast með dekkri æðar. Blómin bleik, rauð, aprikósulit, gul. Fræstofn.
Uppruni
Yrki.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hlaðna grjótveggi.
Reynsla
Þrífst vel í Lystigarðinum, ber falleg blóm og sáir sér dálítið.