Lewisia oppositifolia

Ættkvísl
Lewisia
Nafn
oppositifolia
Íslenskt nafn
Brekkublaðka
Ætt
Grýtuætt (Portulacaceae).
Lífsform
Lauffellandi fjölæringur.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur-daufbleikur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 20(-25) sm
Vaxtarlag
Lauffellandi fjölæringur, sem myndar stilka, 10-20(-25) sm háa, með grunnlauf og upprétta stilka með gagnstæð stilklauf, sem vaxa upp af stuttum neðanjarðar stöngulstofni, með kjötkenndar oft greinóttar rætur.
Lýsing
Grunnlauf fá, græn glansandi ofan, band-spaðalaga eða band-öfuglensulaga, 4-10 sm löng, 5-10 mm breið, snubbótt eða sljóydd, mjókka smám saman að grunni í gagnsæjan, vængjaðan lauflegg, grunnurinn er neðanjarðar. Stöngullauf eru lík grunnlaufunum en minni, í 1-3 pörum neðarlega á stönglinum, grunnur þeirra er oft neðanjarðar. Blómskipanirnar 1-allmargar, með gisna hálfsveipi með (1-)2-5(-6) blóm. Stoðblöð lensulaga, 4-8 mm löng, himnukennd, með löngu en millibili á stilknum, þau efri styðja greinar blómskipunarinnar, heilrend eða tennt í oddinn. Blómleggir grannir 2-7,5 sm langir. Blóm 2-3 sm í þvermál, Bikarblöð 2, hálfkringlótt, 4-8(-10) mm löng, gróftennt með rauðleitar eða bleikleitar tennur, en ekki kirtiltennt. Krónublöð 8-11, bleik í knúbbinn, hvít þegar þau opnast eða daufbleik, öfuglensulaga eða öfugegglaga, 9-15 mm löng, 4-8 mm breið, skarast, bogadregin og oft tennt eða framjöðruð. Fræflar 8-18 talsins. Stíll djúpskiptur í 3-5 greinar. Hýði egglaga til aflöng 5-6 mm löng. Fræ 5-15, dökkbrún eða svartleit, 1-1,5 mm löng, slétt, gljáandi.
Uppruni
SV Oregon, NV Kalifornía.
Harka
6
Heimildir
= 1, 22
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum eins og er (2012).
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Náttúrulegir vaxtarstaðir eru í 365-1220 m h.y.s., hamrar og malarborinn jarðvegur, rakur að vori, þurr að sumri.