Liatris spicata

Ættkvísl
Liatris
Nafn
spicata
Íslenskt nafn
Purpuraprýði
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rauð-purpura.
Blómgunartími
September-október.
Hæð
60-150 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 150 sm há. Stönglar stinnir, hárlausir, sjaldan hærður.
Lýsing
Laufin allt að 40 x 2 sm, band-lensulaga eða bandlaga. Körfurnar þéttar saman á axi, allt að 70 sm, legglausar eða með blómsipunarlegg, allt að 1,5 sm. Smáreifablöð aðlæg, oddbaugótt-aflöng, hárlaus, jaðrar himnukenndir, með purpuraslikju þegar blómin koma. Smáblómin rauðpurpura. Aldin allt að 6 mm, svifhárakrans allt að 7 mm. Neðri mynd: Liatris spicata 'Alba'
Uppruni
A N Ameríka
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum plöntum, í steinhæðir.
Reynsla
Purpurapríðin er á mörkum þess að ná að blómgast hérlendis nema á allra bestu stöðum. Er ágæt til afskurðar, hnýðin eiga það til að rotna í of rökum jarðvegi að vetri til og því verður framræsla að vera góð.
Yrki og undirteg.
'Alba' er með hvít blóm, 'Blue Bird' er með skær blóm, 'Floristan' allt að 90 sm, blómin hvít (Floristan White) og djúpfjólublá (Floristan Violet´), 'Kobold'(Goblin) er lágvaxin, allt að 40 sm há, blómin skærfjólublá, 'Snow Queen' allt að 75 sm, blómin snjóhvít og fleiri.