Ligularia dentata

Ættkvísl
Ligularia
Nafn
dentata
Íslenskt nafn
Meyjarskjöldur
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Skær-appelsínugulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
80-100 sm
Vaxtarlag
Allt að 1 m há fjölær jurt, hárlaus eða hærð ofantil.
Lýsing
Grunnlauf allt að 30 x 40 sm, nýrlaga-kringlótt, djúp hjartalaga, tennt, þunn leðurkennd, dúnhærð neðan og á æðastrengjunum á efra borði, stöngullauf með stutta leggi. Körfur allt að 12 mm í þvermál, fáar eða margar, í lotnum hálfsveip. Reifar sívalar-bjöllulaga, allt að 2 x 3 mm, þéttdúnhærðar. Reifablöð aflöng, stutt-spjótlaga, ósamvaxin eða lítið eitt samvaxin við grunninn. Geislablóm um 10, allt að 5 sm, skær-appelsínugul. Aldin um 9 mm. Svifhárakrans allt að 12 mm, rauðmengaður.
Uppruni
Japan, Kína.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum, við tjarnir og læki, sem undirgróður.
Reynsla
Harðgerð planta, en blómstar í seinna lagi, sérstaklega norðanlands.
Yrki og undirteg.
'Orange Queen' Laufin græn, körfur stórar, flómin djúp-appelsínugul. 'Othello' 120 sm hátt yrki, laufin kringuleit með langan legg, dökkpurpura. Blómin dökk-appelsínugul.