Ligularia fischeri

Ættkvísl
Ligularia
Nafn
fischeri
Íslenskt nafn
Hildarskjöldur
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
- 200 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 200 sm há. Stöngull skúmhærður neðantil, dúnhærður ofantil.
Lýsing
Grunnlauf allt að 32-40 sm, nýrlaga-hjartalaga, tennt, leðurkennd, hárlaus nema á jöðrunum, stöngullauf með stuttan legg. Körfur allt að 5 sm í þvermál, margar, í allt að 75 sm háum klasa, reifar sívalar-bjöllulaga, allt að 12 x 10 mm. Reifablöð 8-9, aflöng. Geislablóm allt að 25 x 4 mm, 5-9. Svighárakrans allt að 10 mm, brún- eða purpuramengaður.
Uppruni
A Síbería, Kína, Kórea, Japan.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í þyrpingar.
Reynsla
Hefur vaxið lengi í Lystigarðinum.