Ligularia hodgsonii

Ættkvísl
Ligularia
Nafn
hodgsonii
Íslenskt nafn
Blómaskjöldur
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Rauðgulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
60-80 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 80 sm há. Stönglar safamiklir, gáróttir, með purpura slikju, græn og dúnhærð ofan.
Lýsing
Grunnlauf allt að 13 x 27 sm, hjartalaga til hálfkringlótt, sagtennt-tennt, leðurkennd, hárlaus, laufleggur mjög langur. Körfur allt að 5 sm í þvermál, í höfuðlaga hálfsveipum. Reifar bjöllulaga, allt að 12 x 10 mm. Reifablöð band-lensulaga, skúmhærð, með fáein sýllaga stoðblöð. Geislablóm allt að 27x8 mm, appelsínugul til skærgul. Aldin allt að 7 mm, svifhárakrans hvítur til dökkgulbrúnn.
Uppruni
Japan
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Við tjarnir og læki, sem undirgróður, í beð með fjölærum plöntum.
Reynsla
Harðgerð, blómgast á hverju ári í Lystigarðinum.