Ligularia intermedia

Ættkvísl
Ligularia
Nafn
intermedia
Íslenskt nafn
Fífilskjöldur
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 100 sm hár.
Lýsing
Laufin allt að 23 x 23 sm, nýrlaga eða breiðhjartalaga, gróftennt, hárlaus, greipfætt. Krónur allt að 4 sm í þvermál, í sívala klösum allt að 35 x 7 sm, blómskipunarleggirnir með mjó, lensulaga stoðblöð, reifar mjó-bjöllulaga, 10 x 5 mm. Reifablöð um 6, bandlaga-aflöng, snubbótt, samvaxin, kjötkennd, jaðar himnukenndur, smádúnhærð við oddinn. Geislablóm 1-5, útstæð, skærgul, 8-20 mm, hvirfingsblóm fá. Aldin 4 mm, hárlaus. Svifhárakrans allt að 4 mm, með purpura slikju.
Uppruni
N Kína, Japan.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í þyrpingar.
Reynsla
Þrífst vel í Lystigarðinum.