Ligularia przewalskii

Ættkvísl
Ligularia
Nafn
przewalskii
Íslenskt nafn
Turnskjöldur
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
100-180 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 200 sm há. Stönglar dökk purpura.
Lýsing
Grunnlauf djúp handsepótt, laufhlutarnir flipóttir eða tenntir. Körfur margar, litlar í löngum, mjóum klösum. Geislablóm um 2, gul, hvirfingablóm um 3.
Uppruni
N Kína.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning að vori.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð með fjölærum jurtum, við tjarnir og læki, sem undirgróður.
Reynsla
Harðgerð og þarf yfirleitt ekki uppbindingu, hefur reynst vel í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
Myndar oft blendinga með sólskildi (L. stenocephala) sem er náskyldur, blöð verða þá meira eða minna flipótt t.d. sortin 'The Rocket'.