Ligularia stenocephala

Ættkvísl
Ligularia
Nafn
stenocephala
Íslenskt nafn
Sólskjöldur
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
120-150 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 150 sm há. Stönglar dökkpurpura.
Lýsing
Grunnlauf allt að 35 x 30 sm, útstæð eða uppsveigð, spjótlaga-hjartalaga til þríhyrnd, langydd, grunnflipar hvassyddir, tenntir, þunn-leðurkenndir, með stutt bein hár á æðastrengjum á neðra borði. Körfur geislalaga eða skífulaga, allt að 3 sm í þvermál, margar á löngum, grönnum klösum. Reifar mjó-sívalar, allt að 12 x 3 mm, með band-lensulaga stoðblöð. Reifablöð 5, geislablóm 1-3, allt að 25 x 4 mm eða engin, hvirfinarblóm 6-12. Aldin allt að 7 mm, öfuglensulaga, dálítið hliðflöt. Svifhárakrans hvítur eða fölbrún.
Uppruni
Japan, N Kína, Taiwan.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð með fjölærum jurtum, við tjarnir og læki, sem undirgróður.
Reynsla
Harðgerð planta sem þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur, myndirnar eru teknar þar.
Yrki og undirteg.
Einnig eru til blendingar með turnfífli (L. przewalskii) í Grasagarði Reykjavíkur.