Ligularia wilsoniana

Ættkvísl
Ligularia
Nafn
wilsoniana
Íslenskt nafn
Skessuskjöldur
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
120-200 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 200 sm há.
Lýsing
Grunnlauf allt að 50-25 sm, nýrlaga-hjartalaga, hvasstennt, djúpgræn, laufleggur sívalur, holur. Körfur um 2,5 sm í þvermál, margar í löngum klasa, blómskipunarleggur með stoðblöð, stoðblöðin smá, bandlaga. Geislablóm 6-8, gul. Aldin sívöl. Svifhárakrans gráleitur, tæplega lengri en aldinin.
Uppruni
M Kína.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð með fjölærum jurtum, við tjarnir og læki, sem undirgróður.
Reynsla
Harðgerð, sómir sér mjög vel nálægt tjörnum eða lækjum. Þrífst vel í Lystigarðinum.