Ligusticum lucidum

Ættkvísl
Ligusticum
Nafn
lucidum
Íslenskt nafn
Hyrnuhvönn*
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Samheiti
L. pyrenaeum Gouan.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júli-ágúst.
Hæð
-150 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, næstum hárlaus, verður allt að 150 sm há. Stönglar þétt þaktir trefjóttum blaðleifum neðst. Lauf þríhyrnd að ummáli en 3-5 fjaðurskipt, allt að 30 sm. Flipar lensulaga til mjó öfugegglaga, 4-15 mm. Stoðblöð venjulega engin.
Lýsing
Sveipir með 20-50 geisla. Reifablöð 5-8. Krónublöð hvít. Aldin 5-6 mm, sporvala til aflöng-egglaga.
Uppruni
S Evrópa (fjöll).
Harka
6
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting eða sáning að haustinu.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum 2015.