Ligusticum scoticum

Ættkvísl
Ligusticum
Nafn
scoticum
Íslenskt nafn
Sæhvönn
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur-hvítrauðmenguð.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
30-90 sm
Vaxtarlag
Stönglar laufóttir, allt að 90 sm háir. Ilma eins og silla (sellerí) (Apium graveolens).Lauf 8-25 sm, 2 x þrískipt, flipar egglaga-fleyglaga, 2-5 sm, skærgræn, jaðrar tenntir eða sepóttir.
Lýsing
Sveipir 4-6 sm í þvermál, geislar 8-20 talsins, reifablöð 3-6, bandlaga, smáreifar svipaðar. Blómin grænhvít eða með bleika slikju. Aldin 6-9 mm, klofaldin með vængmjóa hryggi,
Uppruni
Ísland, N Evrópa, Grænland, A N Ameríka,
Sjúkdómar
Engir.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, þolir seltu.
Reynsla
Ein íslensk planta kom í Lystigarðinn 1986, þrífst vel og sáir sér mikið. Sérkennileg tegund sem sómir sér vel í görðum.
Yrki og undirteg.
ssp. hulténii frá Alaska var til í L.A. og svipar mjög til íslensku tegundarinnar.