Lilium

Ættkvísl
Lilium
Yrki form
'Enchantment'
Íslenskt nafn
Skrautlilja*
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta. Asíublendingur (Asiatic hybrid).
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skær appelsínulitur með svartar/brúnrauðar doppur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
60-90(-120) sm
Vaxtarlag
Laufóttur, uppréttur stöngull, 60-90(120) sm háir.
Lýsing
Enchantment er kröftugur blendingur. Liljan ber klasa af ilmlausum blómum á toppi sterkbyggðs stönguls. blómin eru allt að 15, skær appelsínulit með svartar/brúnrauðar doppur. Þau vita upp á við, eru upprétt og standa lengi. Laufin eru slétt, mjólensulaga, glansandi og milligræn.
Uppruni
Yrki / Cultivar.
Sjúkdómar
Mikil mótstaða gegn sjúkdómum.
Heimildir
1, http:///www.marthastewart.com,http://www.davesgarden.com,http://www.learn2grow.com,http://www.answers.yahoo.com, http://www.americanmeadows.com, http://www.ces.ncsu.edu
Notkun/nytjar
Vaxtarstaður þarf að vera sólríkur. Vökvun í meðallagi, þarf reglulega vökvun en ekki of mikla. Jarðvegur þarf að vera frjór og vel framræstur. Laukarnir eru gróðursettir á vorin eða haustin 15 (18-20) sm djúpt og með 25 (20-40) sm millibili, gott að hafa 3 lauka saman. Enchantment er líklega sú lilja sem mest er ræktuð og er auðræktuð.Plöntunni er fjölgað með jarðstöngulhnýðum, rótarhnúðum, jarðstönglum eða með laukum og æxlilaukum úr blaðöxlunum.Einnig fjölgað með fræi sem sáð er að vetrinum í potta og haft í sólreit eða köldu gróðurhúsi eða fræinu er sáð inni fyrir síðustu frost að vorinu.Ef safna á fræi er fræhýðunum leyft að þorna´á plöntunni áður en þau eru opnuð og fræinu safnað.Plantan fjölgar sér fljótt í garði þar sem hún hefur verið gróðursett í sólríkan vaxtarstað eða í hálfskugga, vel framræstan, lífefnaauðugan jarðveg. Hún er góð jaðra fjölæringabeða og í ker.Góð til afskurðar.
Reynsla
Laukur var keyptur í Lystigarðinn 1989, góð 2002, blóm í september 2010.A01-D14 892265
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Asíublendingar eru nú sá hópur garðaliljuyrkja sem er lang algengastur, enda mjög auðvelt að rækta. Þessi blendingar úr þessum hóp kom fyrst fram í Bandaríkjunum og var nefndur Mid-Century blendingar í fyrstu. Í samanburði við austurlandablendinga blómstra Asíublendingar fyrr, plönturnar eru ekki eins hávaxnar, blómin eru ögn minni. Asíublendingar eru komnir af tegundum frá M og A Asíu, svo sem Lilium amabile, L. bulbiferum, L. dauricum og L. lancifolium (syn. L. tigrium) til að nefna nokkrar. Þess vegna eru litbrigðin mörg og breytileikinn mikill. Asíublendingar eru með blóm sem eru upprétt, vita upp á við eða út á við eða eru hangandi, venjulega ilmlaus og eru stjörnulaga með fjölda litbrigða svo sem gulu, appelsínulitu, bleiku, rauðu, hvítu og tvílitu. Nokkrar Asíublendinganna eru gulir svo sem Connecticut King og þekktur rauður blendingur er Gran Paradiso. Asíublendingar þrífast best með blómin í sólinni og neðri hluta stönglanna í skugga. Fjölgað með hreisturgræðlingum.