Lilium

Ættkvísl
Lilium
Yrki form
'Barbaresco'
Íslenskt nafn
Skrautlilja*
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta. Austurlandablendingur (Oriental hybrid).
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður og í skjóli fyrir næðingum.
Blómalitur
Blápurpura, doppótt með dökkum nöbbum.
Blómgunartími
September.
Hæð
(45)-60-90 sm
Lýsing
Hæð plöntunnar er (45) 60-90 sm. Myndar mörg blóm. Blómin eru stjörnulaga og skállaga og vita út á við, 7,6-15 sm breið. Blóm skær blápurpura, doppótt með dökkum nöbbum, ilma. Blómhlífarblöðin eru með örmjóa hvíta jaðra.
Uppruni
Yrki / Cultivar.
Heimildir
Upplýsingar af umbúðunum, http://www.davesgarden.com, http://www.willowcreekgarden.com, http://www.answers.yahoo.com, http://www.americanmeadows.com
Fjölgun
Fjölgað með hliðarlaukum. Einnig með því að skipta laukhreistrum.Myndar ekki fræ enda eru blómin ófrjó eða ef fræ myndast slær það til baka, ungu plönturnar verða ekki eins og foreldrarnir.
Notkun/nytjar
Vaxtarstaður þarf að vera sólríkur í skjóli fyrir næðingum, en ekki fast upp við suðurvegg þar verður of þurrt. Vökvun í meðallagi, þarf reglulega vökvun en ekki of mikla. Laukarnir eru gróðursettir 15 sm djúpt og með 20-30 sm millibili í beð eða beðjaðra. Mælt er með að setja lauf eða annað lífrænt yfir moldina til að halda betur rakanum í moldinni. Fjarlægið dauð blóm en látið stönglana standa áfram. Laukarnir eru látnir vera á sínum stað og blómstra ár eftir ár. Lifir lengur og blómstrar meira ef áburðargjöf er góð.Hægt að rækta í kerum.
Reynsla
Laukur var keyptur í Lystigarðinn 2005, blóm árlega og með blóm í september 2010, er á góðum stað innan um sumarblóm þar sem vökvað er reglulega og áburður borinn á.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Austurlandablendingar eru þekktar núorðið. Þeir eru í grunninn blendingar Lilium auratum og L. speciosum og þessir blendingar hafa verið víxlfrjóvgaðir með allmörgum liljutegundum frá meginlandi Asíu. Blóm þessara blendinga eru flöt, ilmandi og vita út á við. Plönturnar eru yfirleitt hávaxnar og blómin geta verið mjög stór. Dæmi er hin rauða Star Gazer og hin hvíta Casa Blanca. Þessi yrki eru nú meðal þeirra vinsælustu í sölu og það er líka auðvelt að rækta þær.