Lilium

Ættkvísl
Lilium
Yrki form
'Pink Tiger'
Íslenskt nafn
Skrautlilja*
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta. Asíublendingur (Asiatic hybrid).
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður (eða í hálfskugga).
Blómalitur
Bleikur með dökkar doppur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
60-90 sm eða allt að 120 sm
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir stönglar.
Lýsing
Blómin stór, skállaga, bleik með strjálar doppur. Blómhlífarblöð baksveigð. Blómin vita út á við eða niður á við. Stönglar stinnir, uppréttir, 60-90 sm eða 90-120 sm háir. Laufin milligræn, glansandi. Mjó laufin haldast græn allt sumarið. Vill verða laufaus neðantil á stönglunum með aldrinum.
Uppruni
Yrki / Cultivar.
Sjúkdómar
Getur orðið fyrir sveppasýkingu (gray mold) ef votviðrasamt er um vaxtartímann
Harka
5
Heimildir
1,http://www.greratrivergarden.biz, http://www.marthastewart.com, http://www.davesgarden, http://www.answers.yahoo.com, http://www.americanmeadows.com, http://www.ces.ncsu.edu
Fjölgun
Fjölgað með hliðarlaukum eða svörtum æxlilaukum sem myndast í blaðöxlum og með því að skipta laukhreistrum. Plantan myndar ekki fræ, blómin eru ófrjó eða að plönturnar sem koma upp eru ekki eins og móðurplanta, þ.e. plantan slær til baka.
Notkun/nytjar
Góð í fjölæringabeð, bæði með stærri og minni fjölæringum.Gróðursetjið að vori eða haust eða um leið og laukar eru tiltækir. Hafið 22-30 sm milli laukanna. Laukarnir eru misstórir, setjið þá 3 sinnum dýpra en þeir eru breiðir og hafið jafn langt á milli þeirra. Gróðursetjið nokkra saman t. d. 3 eða fleiri. Jarðvegur frjór, meðalrakur, vel framræstur, hlutlaus. Þrífst best þar sem jarðvegur er jafnrakur, þolir ekki að vatni standi á honum. Vökvið eftir gróðursetningu. Vökvun í meðallagi, vökvið reglulega en ekki of mikið.Góð til afskurðar.Vex hratt, það má búast við að plantan lifi í um 10 ár við ákjósanlegustu aðstæður. Getur þurft uppbindingu ef plantan er áveðurs eða að hún vex í mjög næringarríkum jarðvegi.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Tígurliljublendingar eru duglegar plöntur sem blómstra lengi og geta auðveldlega aðlagast aðstæðunum.Þetta er úrval norðuramerískra tegunda. Annað foreldri tígurliljublendinganna er komið af asíu blendingum.Þolir nokkuð vel stórborgarmengun.Asíublendingar eru nú sá hópur garðaliljuyrkja sem er lang algengastur, enda mjög auðvelt að rækta. Þessi blendingar úr þessum hóp kom fyrst fram í Bandaríkjunum og var nefndur Mid-Century blendingar í fyrstu. Í samanburði við austurlandablendinga blómstra Asíublendingar fyrr, plönturnar eru ekki eins hávaxnar, blómin eru ögn minni. Asíublendingar eru komnir af tegundum frá M og A Asíu, svo sem Lilium amabile, L. bulbiferum, L. dauricum og L. lancifolium (syn. L. tigrium) til að nefna nokkrar. Þess vegna eru litbrigðin mörg og breytileikinn mikill. Asíublendingar eru með blóm sem eru upprétt, vita upp á við eða út á við eða eru hangandi, venjulega ilmlaus og eru stjörnulaga með fjölda litbrigða svo sem gulu, appelsínulitu, bleiku, rauðu, hvítu og tvílitu. Nokkrar Asíublendinganna eru gulir svo sem Connecticut King og þekktur rauður blendingur er Gran Paradiso. Asíublendingar þrífast best með blómin í sólinni og neðri hluta stönglanna í skugga. Fjölgað með hreisturgræðlingum.