Lilium

Ættkvísl
Lilium
Yrki form
'Fire King'
Höf.
Stooke, 1933
Íslenskt nafn
Skrautlilja*
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
Lilium 'Fireking'
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta. Asíublendingur (Asiatic hybrid).
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Skær appelsínurauður, lítillega purpuradoppótt.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
(45-60) eða allt að 100 sm
Vaxtarlag
Uppréttur, laufóttur stöngull, allt að 100 sm hár.
Lýsing
Foreldrar Lilium ×`Harmony` myndaði fræið en frjó kom frá Lilium × `Byan's Ruby'.Plantan er há og stæðileg, (45-60) eða allt að 100 sm há. Lauf djúpgræn, glansandi. Blómin eru skær appelsínurauð, lítillega purpuradoppótt við grunninn vita út á við, blómhlífarblöð fremur breið. Blómhlífarblöð baksveigð.
Uppruni
Yrki / Cultivar.
Sjúkdómar
Blómin og plantan sjálf hafa mikið mótstöðuafl gegn sjúkdómum og veirusmiti.
Heimildir
1, http://davesgarden.com, http://www.patentgenius.com, Upplýsingar af umbúðunum, http://www.answers.yahoo.com, http://www.americanmeadows.com, http://www.ces.ncsu.edu
Fjölgun
Fjölgað með því að skipta laukhreistrum.
Notkun/nytjar
Vaxtarstaður þarf að vera sólríkur í skjóli fyrir næðingum, en ekki fast upp við suðurvegg þar verður of þurrt. Vökvun í meðallagi, þarf reglulega vökvun en ekki of mikla. Laukarnir eru gróðursettir með 15-20 sm millibili í beð eða beðjaðra. Þeir eru látnir vera á sínum stað og blómstra ár eftir ár.Mælt er með að setja lauf eða annað lífrænt yfir moldina til að halda betur rakanum í moldinni. Fjarlægið dauð blóm en látið stönglana standa áfram.
Reynsla
Reyndist skammlíf. Laukur var gróðursettur í Lystigarðinn 2004, dauð 2005.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Asíublendingar eru nú sá hópur garðaliljuyrkja sem er lang algengastur, enda mjög auðvelt að rækta. Þessi blendingar úr þessum hóp kom fyrst fram í Bandaríkjunum og var nefndur Mid-Century blendingar í fyrstu. Í samanburði við austurlandablendinga blómstra Asíublendingar fyrr, plönturnar eru ekki eins hávaxnar, blómin eru ögn minni. Asíublendingar eru komnir af tegundum frá M og A Asíu, svo sem Lilium amabile, L. bulbiferum, L. dauricum og L. lancifolium (syn. L. tigrium) til að nefna nokkrar. Þess vegna eru litbrigðin mörg og breytileikinn mikill. Asíublendingar eru með blóm sem eru upprétt, vita upp á við eða út á við eða eru hangandi, venjulega ilmlaus og eru stjörnulaga með fjölda litbrigða svo sem gulu, appelsínulitu, bleiku, rauðu, hvítu og tvílitu. Nokkrar Asíublendinganna eru gulir svo sem Connecticut King og þekktur rauður blendingur er Gran Paradiso. Asíublendingar þrífast best með blómin í sólinni og neðri hluta stönglanna í skugga. Fjölgað með hreisturgræðlingum.