Lilium

Ættkvísl
Lilium
Yrki form
'Ivory Pixie'
Höf.
Komið á framfæri 1978.
Íslenskt nafn
Skrautlilja*
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta. Asíublendingur (Asiatic hybrid).
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Fölgulur-rjómalitur, beinhvítur með örlitlar doppur í miðjunni.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
35-40 sm
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir stönglar.
Lýsing
Blómin eru ilmlaus, fölgul-rjómalit, beinhvít, með örlitlar doppur í miðjunni, stór og opin, 75-150 mm breið, vita upp á við. Gin gulgrænt. Stönglar eru 35-40 sm háir, uppréttir. Lauf mjó-lensulaga, dökkgrænt, glansandi.
Uppruni
Yrki / Cultivar.
Heimildir
http://www.learn2grow.com,http://www.davesgarden.com,http://www.answers.yahoo.com,http://www.americanmeadows.com,http://www.ces.ncsu.edu
Fjölgun
Fjölgað með hliðarlaukum og æxlilaukum úr blaðöxlunum.
Notkun/nytjar
Vaxtarstaður þarf að vera sólríkur. Vökvun í meðallagi, þarf reglulega vökvun en ekki of mikla. Gróðursetjið laukana með 25-30 sm millibili t.d. í blönduð beð eða ker. Góð til afskurðar.
Reynsla
Laukar (2 stk.) voru keyptir í Lystigarðinn 2005, blómstruðu mikið í september 2010 og margir nýir stönglar höfðu myndast síðan 2005, enda báðir á stað þar sem vel er vökvað og borið á um vaxtartímann.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Allir liljublendingarnir í Pixie seríunni eru kynbættar og ræktaðar í Oregon Bulb Farms í Aurora, Oregon, USA.Asíublendingar eru nú sá hópur garðaliljuyrkja sem er lang algengastur, enda mjög auðvelt að rækta. Þessi blendingar úr þessum hóp kom fyrst fram í Bandaríkjunum og var nefndur Mid-Century blendingar í fyrstu. Í samanburði við austurlandablendinga blómstra Asíublendingar fyrr, plönturnar eru ekki eins hávaxnar, blómin eru ögn minni. Asíublendingar eru komnir af tegundum frá M og A Asíu, svo sem Lilium amabile, L. bulbiferum, L. dauricum og L. lancifolium (syn. L. tigrium) til að nefna nokkrar. Þess vegna eru litbrigðin mörg og breytileikinn mikill. Asíublendingar eru með blóm sem eru upprétt, vita upp á við eða út á við eða eru hangandi, venjulega ilmlaus og eru stjörnulaga með fjölda litbrigða svo sem gulu, appelsínulitu, bleiku, rauðu, hvítu og tvílitu. Nokkrar Asíublendinganna eru gulir svo sem Connecticut King og þekktur rauður blendingur er Gran Paradiso. Asíublendingar þrífast best með blómin í sólinni og neðri hluta stönglanna í skugga. Fjölgað með hreisturgræðlingum.