Lilium

Ættkvísl
Lilium
Yrki form
'Royal Gold'
Íslenskt nafn
Skrautlilja*
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölæringur, laukplanta. Trompetliljublendingur (Trumpet lily Aurelian hybrid).
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður eða í hálfskugga.
Blómalitur
Gullgulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
80 sm
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir stönglar.
Lýsing
Stönglar 80 sm háir. Blóm gullgul, trektlaga með appelsínulita frjóhnappa. Blómin standa lengi. Glæsileg planta að gróðursetja í kanta meðal runna eða fjölæringa. Lauf meðalstór, haldast dökkgræn-græn allt sumarið.
Uppruni
Yrki / Cultivar.
Heimildir
Upplýsingar af umbúðum, http//www.backyardgardener
Notkun/nytjar
Gróðursetjið laukana 15 sm djúpt og með 25 sm millibili.Jarðvegur leirkenndur, sendinn, lífefnaríkur, vel framræstur, frjór, meðalrakur vel framræstur. Vökvun í meðallagi, jöfn um blómgunartímann.Dauð blóm eru klippt af, en látið stönglana standa fram á haust og verða gulir, þá eru þeir klipptir þá nokkra sm ofan við yfirborð jarðvegsins ef vill.Það er heppilegast að flytja plöntun haust eða vor.
Reynsla
Reyndist skammlíf. Laukur var keyptur í Lystigarðinn 1989, dó 1992.