Lilium amabile

Ættkvísl
Lilium
Nafn
amabile
Íslenskt nafn
Kóreulilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Rauður með dökkpurpura doppur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
40-100 sm
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir stönglar.
Lýsing
Stönglar eru með stöngulrætur, 40-100 sm háir, dúnhærðir. Laukar sammiðja, 4×3 sm, hnöttóttir, hreistur hvít, breið. Lauf allt að 9 sm löng, stakstæð, aflöng-lensulaga, 3 tauga, ekki neðst á stönglinum en fjölmörg þegar ofar dregur. Blómin í 1-6 blóma klasa, álút, túrbanlaga og með óþægilega lykt, Blómleggir 2,5-5 sm, dúnhærðir. Blómhlífarblöðin 5,5 sm, rauð með dökkpurpura doppur og með 2-3 kjötkenndar vörtur á efra borði. Frjóhnappar dökkbrúnir, frjó rautt, fræni dökkbrúnt. Aldin 2×3 sm.
Uppruni
Kórea.
Heimildir
= 1,Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London.
Fjölgun
Fjölgað með fræjum.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð í skjóli.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 2005 og flutt út í beð 2007.
Yrki og undirteg.
Lilium amabile Palib. v. lutea anon.Blómin gul.