Stönglar 60-120 sm háir með mörg mjólensulaga lauf og með æxlilauka í öxlum efstu laufanna á sumrin. Laukar hvítir. Blóm endastæð á stönglinum, í sveip með allt að 20, upprétt, appelsínurauð og bollalaga blóm með rauða krónublaðaodda, dálítið rauðdoppótt. Sjaldgæft afbrigði.
Uppruni
N Bavaría, Thuringia, Erz Mts.
Heimildir
Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London.