Lilium bulbiferum

Ættkvísl
Lilium
Nafn
bulbiferum
Ssp./var
v. bulbiferum
Íslenskt nafn
Eldlilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Appelsínurauður, krónublaðaoddar rauðir, dálítið rauðdoppótt.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
60-150 sm
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir stönglar.
Lýsing
Stönglar 60-120 sm háir með mörg mjólensulaga lauf og með æxlilauka í öxlum efstu laufanna á sumrin. Laukar hvítir. Blóm endastæð á stönglinum, í sveip með allt að 20, upprétt, appelsínurauð og bollalaga blóm með rauða krónublaðaodda, dálítið rauðdoppótt. Sjaldgæft afbrigði.
Uppruni
N Bavaría, Thuringia, Erz Mts.
Heimildir
Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London.
Fjölgun
Fræ, hliðarlaukar og með laukhreistrum.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð á skjólgóðum stöðum.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.