Lilium callosum

Ættkvísl
Lilium
Nafn
callosum
Íslenskt nafn
Amúrlilja*
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Appelsínurauður, svartar doppur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
90 sm
Lýsing
Stönglar eru með stöngulrætur, allt að 90 sm háir, grænir. Laukar sammiðja, 2,5 sm breiðir. Hreistur oddbaugótt, hvít. Lauf 8-13×0,3-0,8 sm, stakstæð, bandlaga, 3-5 tauga, oddar þykkari en blaðkan. Blóm allt að 10, drúpandi, túrbanlaga, 4 sm breið, í klösum, blómleggir 7 sm langir. Blómhlífarblöð 3-4 sm, appelsínurauð með svartar doppur við grunninn, frjó appelsínulit. Aldin 4 × 2 sm.
Uppruni
Kína, Japan, Kórea, Taívan.
Heimildir
= 1,Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London.
Fjölgun
Fjölgað með fræjum.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 2003 og flutt út í beð 2005.