Að haustinu myndast lítill brúskur af band-lensulaga laufum, haustlaufum, sem eru 22×5 sm, 3-5 tauga, með bylgjaða jaðra, lifa af veturinn. Næst vor vaxa upp stönglar, (80)120(150) sm háir, laufóttir. Stöngullaufin eru stakstæð, minni eða 7,5-1 sm, lensulaga og liggja upp að stönglinum. Blómin eru 5-20 í uppréttum klasa. Stönglarnir og blómin deyja að blómgun lokinni og laukurinn leggst í dvala uns laufin vaxa aftur í september. Blómin eru 10-15 sm löng, breiðtrektlaga, ilmandi. Blómhlífarblöðin 5-8×1-4 sm, mjallhvít, grunnur gulur að innanverðu, oddar baksveigðir. Frjó skærgult. Aldin þroskast yfirleitt ekki í ræktun.
Uppruni
Miðjarðarhafssvæðið austanvert.
Sjúkdómar
Plantan getur orðið fyrir skakkaföllum t. d. af völdum skordýra og mjölsvepps.
Harka
6
Heimildir
= 1,Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London.Upplýsingar af umbúðunum.
Fjölgun
Myndar ekki fræ. Fjölgað með skiptingu eða laukhreistrum.
Notkun/nytjar
Í gróðurskálar, hægt að hafa í fötum eða kerjum.Laukar eru gulhvítir. Þeir eru gróðursettir 12 sm djúpt og með 12 sm millibili. Hafið aðeins um 3 sm djúpt moldarlag yfir lauknum, og það ætti að gróðursetja þá síðari hluta ágústmánaðar.Sólríkur vaxtarstaður í skjóli. Jarðvegur þarf að vera meðalþungur, leirkenndur. Ef jarðvegurinn er léttari getur plantan þurft vökvun svo að jarðvegurinn ofþorni ekki. Léttur, ekki of þéttur. Lauf og greinahaugur er góður til að skýla yfir veturinn. Þarf uppbindingu.
Reynsla
Viðkvæm, geyma á frostlausum stað yfir veturinn, ágæt til afskurðar.Var sáð í Lystigarðinum 2002 og flutt út í sólreit 2006.