Lilium columbianum

Ættkvísl
Lilium
Nafn
columbianum
Íslenskt nafn
Óregonlilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður eða bjartur skógarbotn.
Blómalitur
Gul til appelsínulit með rauðbrúnar doppur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
Allt að 2,5 m
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir stönglar.
Lýsing
Fínleg planta. Stönglar allt að 2,5 m háir. Laukar sammiðja, 4×4 sm, hreistur hvít. lensulaga. Lauf 5-14×1-4 sm, öfuglensulaga. 3-5 tauga. Efstu laufin stakstæð þau neðri í krönsum. Blóm ilma lítillega, eru 6-10, stöku sinnum allt að 30-40, drúpandi, túrbanlaga, 7,5 sm breið. Klasinn er með langa blómleggi. Blómhlífarblöð, 3,5-6,5×0,8-1,2 sm, mjög baksveigð. Gul til appelsínulit með rauðbrúnar doppur við grunninn. Frjóhnappar 6-11 mm, frjó djúpgul til brún.
Uppruni
V N-Ameríka.
Harka
5
Heimildir
= 1,http://www.answers.comhttp://www.learn2grow.com
Notkun/nytjar
Oregonliljan þarf næringarefnaríkan og rakan jarðveg (en vel framræstan), með mikið af lífrænum leifum.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 2001 og flutt út í beð 2005, blómstrar, þroskar fræ og þrífst vel 2010.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Oregonliljan vex í opnum skógum og skógarrjóðrum frá S British Columbia í Kanada til suður til N Kaliforníu og austur til Idaho og Nevada í Bandaríkjunum. Plöntur úti í náttúrunni ætti að láta í friði þar sem alls er óvíst að þær lifi flutninga af. Nokkrir norðuramerískir kynþættir á þessu svæði notuðu laukana, sem eru beiskir og með piparbragði, til matar. Þurrkuð oregonlilja er líka notuð til matar um allan heim en hún er ekki vel þekkt. Heilar þurrkaðar plöntur eru sæt-súrar á bragðið. Ólíkt mörgum öðrum liljum er hún ekki sérlega sjaldgæf en það ætti ekki að tína blómin þar sem ef þau eru tínd kemur það í veg fyrir að plantan fjölgi sér.