Lilium concolor

Ættkvísl
Lilium
Nafn
concolor
Íslenskt nafn
Sigurlilja, Morgunlilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta.
Kjörlendi
Bjartur vaxtarstaður.
Blómalitur
Sítrónugulur, rauð-appelsínurauður eða skarlatsrauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
30-90 sm
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir stönglar.
Lýsing
Lítil lilja með upprétta, 30-90 sm háa stöngla sem eru grænir með mismikla purpuraslikju, ögn dúnhærðir, stönglar eru með stöngulrætur. Laukar sammiðja, 2×2 sm, hreistur egg-lensulaga, hvít, skarast þétt. Lauf stakstæð (í rauninni skrúfustæð) 7-9 sm × 5-15 mm, bandlaga með 3, 5 eða 7 tauga, randhærð neðantil og hærð á æðastrengjunum á neðra borði laufanna. Blóm í mörgum litbrigðum sítrónugulu, rauð-appelsínurauð eða skarlatsrauð, 1-10 talsins, upprétt, stjörnulaga, 8,5 sm breið, blómleggir uppréttir 5 sm, 2 laufkennd stoðblöð við grunninn. Blómhlífarblöðin eru 3-4 sm × 7-10 mm, glæsileg, appelsínurauð, blettalaus, öfuglensulaga, örlítið aftursveigð í endann Frjóhnappar 7-9 mm appelsínurauðir, frjó rautt. Aldin 2 sm.
Uppruni
M Kína
Harka
4
Heimildir
= 1,Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London.Walters, S.M. & al. The European Garden Flora, I, Cambridge Univ. Press 1986.
Fjölgun
Ræktuð upp af fræi.
Reynsla
Oft fremur skammlíf.Lilium concolor var sáð í Lystigarðinum 1999, dó 2009.Lilium concolor v. pulchellum var sáð í Lystigarðinum 1993 og flutt út í beð 1995, sein til.
Yrki og undirteg.
Lilium concolor Salisb. v. pulchellum (Fischer) RegelStönglar grænir, ekki dúnhærðir, Blóm doppótt, knúbbar ullhærðir.NA AsíaL. concolor var. pulchellum (L. buschianum) hefur reynst vel í Grasagarði Reykjavíkur.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Blómin eru smá og stjörnulaga, notuð í blómvendi. Vex á kalksteini, í leirkenndum lífefnaríkum jarðvegi innan um gras og runnagróður.