Lilium × hollandicum

Ættkvísl
Lilium
Nafn
× hollandicum
Íslenskt nafn
Sveiplilja, logalilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
L. maculatum x L. bulbiferum
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður (eða í hálfskugga).
Blómalitur
Gulur, appelsínulitur eða rauður.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
70-130 sm
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir stönglar.
Lýsing
Sveipliljan er blendingur Lilium bulbiferum og Lilium maculatum.Stönglar 70-130 sm, eru með stöngulrætur. Lauf þétt saman, 3-tauga. Blóm upprétt, bollalaga, allt að 7,5 sm breið í sveipum. Blómhlífarblöð gul, appelsínulit eða rauð.
Uppruni
Garðablendingur.
Harka
5
Heimildir
= 1,http://www.ukwildflowers.com
Fjölgun
Laukar eða laukhreistur.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð og í skjóli.
Reynsla
Var keypt í Lystigarðinn 1984 og flutt út í beð 1985, er þéttur brúskur, blómstraði ekki 2010, er á of skuggsælum stað.
Yrki og undirteg.
'Golden Fleece' fagurgul, 'Incomparibilis' hárauð, 'Vermilion Brilliant' blóðrauð, 'Erectum' rauðgul, 'Apricot' aprikósulit.