Lilium kelloggii

Ættkvísl
Lilium
Nafn
kelloggii
Íslenskt nafn
Þyrillilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta.
Kjörlendi
Hálfskuggi undir trjám.
Blómalitur
Ljóspurpura-bleikur eða hvítur og með dökkpurpura doppur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
30-130 sm
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir stönglar.
Lýsing
Stönglar 30-130 sm. Laukar 5×4 sm, sammiðja, aflangur geta orðið allt að 7,5 sm langir, hreistur 5×1 sm, hvít, lensulaga. Lauf allt að 10×2 sm, í krönsum með 12 lauf eða allt að 40 laufum í kransi, legglaus, lensulaga eða öfuglensulaga, ydd, 1-3 tauga. Blómklasar opnir, sjaldan með 1 ilmandi blóm, oftast allt að 20, stór, falleg blóm, stundum með fá blóm í fölskum sveip. Blómleggir 3,5 sm langir, grannir, með laufkennd stoðblöð. Blóm drúpandi, túrbanlaga, ilma, allt að 5 sm löng, rjómalit til bleik, verða purpura með aldrinum. Blómhlífarblöð 6, 5,5×1 sm, baksveigð, ljóspurpura-bleik eða hvít og með dökkpurpura doppur og gula miðrák að grunni. Fræflar eru 6 með rauða frjóhnappa allt að 1,4 sm langa. Frjóhnappar og frjó appelsínulit. Frævan getur orðið meira en 4 sm löng. Fræni grænt. Aldin 5×2 sm, fræ 5 mm.
Uppruni
Klamath fjöll, N-Ameríka.
Harka
5
Heimildir
= 1, Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London. http://www.answers.com
Fjölgun
Með fræjum.
Notkun/nytjar
Sjaldséð í ræktun og erfitt að rækta.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 1992, dó í sólreit 1996.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Lilium kelloggii vex í skógum og er endemísk í Klamath fjöllum í N Kaliforníu og S Oregon, USA.