Lilium lancifolium

Ættkvísl
Lilium
Nafn
lancifolium
Íslenskt nafn
Tígurlilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
L. tigrinum Ker.-Gawl.
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta. Þessi þrílitna lilja er komin af tvílitna formi.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Rauð-appelsínulitur-skarlatsrauður með purpurasvartar doppur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
100-200 sm
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir stönglar.
Lýsing
Stönglar eru uppréttir, sterklegir, purpura-hrufóttir, 100-200 sm háir með stakstæð bandlaga til lensulaga lauf sem eru með jöfnu millibili á stönglinum. Laufin eru allt að 18 sm löng, haldast græn allt sumarið. Laukarnir eru hvítir með þykk og breið, kjötkennd hreistur. Svört æxlikorn myndast í blaðöxlunum. Klasar eru með 1-25 álút blóm sem eru allt að 13 sm breið, mjög baksveigð, rauð-appelsínulit-skarlatsrauð með purpurasvartar doppur.
Uppruni
Japan, Kórea, A Kína, Mansjúría.
Harka
4
Heimildir
= 1, http://www.shelmerdine.com, Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London. Upplýsingar af umbúðunum.
Fjölgun
Myndar ekki fræ en æxlikornin duga vel til að fjölga plöntunni. Auðveldast er að fjölga plöntunni með laukum sem myndast neðanjarðar.
Notkun/nytjar
Gróðursetjið laukana 15 sm djúpt og með 25 sm millibili, t.d. í blönduð beð. Vetrarskýli með t.d. laufi. Tígurliljunni hættir til að verða lauflaus á neðstu 30 sm stöngulsins og þess vegna er gott að gróðursetja lávaxnar tegundir framan við hana. Stönglarnir geta þurft stuðning ef plantan er áveðurs eða vex í mjög næringarríkum jarðvegi. Mjög góð til afskurðar.
Reynsla
Meðalharðgerð planta, er talin þurfa vetrarskýli (H.Sig).Laukur var keyptur í Lystigarðinn vorið 1989, gróðursettur í beð 2004, þrífst vel og hnausinn þéttist með árunum, blóm og knúbbar í lok september 2010.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGGAR:Laukarnir eru ræktaðir til matar í Kína og Japan.