Lilium martagon

Ættkvísl
Lilium
Nafn
martagon
Íslenskt nafn
Túrbanlilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður (eða í hálfskugga).
Blómalitur
Fölvínrauður til mjúkpurpura með rauðbrúnar doppur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
50-100 sm
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir, stinnir stönglar.
Lýsing
Stönglar eru með stöngulrætur, purpuralitir, yfirleitt 50-100 sm háir, en geta orðið 200 sm, purpuragrænir. Laukar gulir, litlir, dálítið yddir, sammiðja, egglaga, 7,5 sm langir. Hreistur gul, aflöng eða lensulaga, ydd. Lauf sjaldan hærð, allt að 16×6,5 sm, oftast lenslaga eða öfuglensulaga, 7-9 tauga, flest í hvirfingum, 8-14 lauf í hverri. Blómskipunin er klasi með 5-30 blómum, geta orðið allt að 50 í klasanum, drúpandi, túrbanlaga, 5 sm breið, blómleggir stuttir. Blómhlífarblöð 3-4,5×0,6-1 sm, mjög aftursveigð, fölvínrauð til mjúkpurpura með rauðbrúnar doppur (sjaldan hvít), lyktin óþægileg. Frjó gult, fræni purpura. Aldin 3,5×2, sm.Mörg yrki eru til af þessari lilju í Evrópu
Uppruni
NV Evrópa, NV Asía.
Harka
4
Heimildir
= 1, Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London.
Fjölgun
Með fræi, hliðarlaukum og laukhreistrum.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð, í skrautblómabeð.
Reynsla
Það eru til a.m.k. sex gamlar plöntur til hér og hvar í Lystigarðinum, blómstra árlega (nema í skugga) og þrífast mjög vel.
Yrki og undirteg.
Lilium martagon L. v. albiflorum Vukotinovic (samheiti: Lilium martagon L. Albiflorum). Blómin hvít með fagurrauðar doppur. Sjaldgæf. Júgóslavía.Lilium martagon L. v. hirsutum Weston. Stönglar hærðir, purpuralitir. Lauf dúnhærð á neðra borði. Blóm purpurableik, doppótt. Lilium martagon L. v. pilosiusculum Freyn. Stönglar purpuralitir, hærðir. Lauf mjó randhærð. Blóm djúprauð, lítið doppótt. Lilium martagon L. v. sanguineo-purpureum G. Beck. Blóm dökkrauðbrún doppótt. Balkanskagi.'Blush' bleikir knúppar og rauð blóm, 'Gleam' ljósbleik knúbbar og rauð blóm og fleiri mætti nefna.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Vex oftast í laufskógum í kalkenndum jarðvegi.