Lilium monadelphum

Ættkvísl
Lilium
Nafn
monadelphum
Íslenskt nafn
Brekkulilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
L. szovitsianum Fischer & Avé-Lallement.
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður (eða í hálfskugga).
Blómalitur
Fölgulur til milligulur að innan purpura eða dumbrauðar doppur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
100-150 sm
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir stönglar.
Lýsing
Stönglar eru a.m.k. með nokkrar stöngulrætur, geta verið 50-200 sm háir, oftast 100-150 sm háir, hárlausir. Laukar 4-8 sm breiðir, hreistur gulhvít, lenslaga. Lauf stakstæð (í rauninni skrúfustæð), 5-14 × 1-3 sm, lensu- til öfuglensulaga eða egglaga, 8, 11 eða 13 tauga, randhærð, en dúnhærð á æðunum á neðra borði laufanna. Blóm oftast 1-5, stöku sinnum allt að 30, ilma mikið, drúpandi, túrbanlaga. Blómhlífablöð eru 6-10 × 1-2,2 sm, baksveigð, fölgul til milligul, að innan eru þau með purpura eða dumbrauðum doppum, á ytra borði með purpurabrúna slikju, mikið baksveigð. Frjóþræðirnir ýmist samvaxnir í pípu neðst eða ósamvaxnir. Frjóhnappar 8-13 mm, brúnir eða dumbrauðir, frjó appelsínulitt eða gult.
Uppruni
Kákasus, NA Tyrkland.
Harka
5
Heimildir
= 1, Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London. Walters, S.M. & al. The European Garden Flora, I, Cambridge Univ. Press 1986.
Fjölgun
Með fræjum, hliðarlaukum og laukhreistum.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð, í fjölæringabeð. Laukar eru fremur stórir, yddir-egglaga þurfa lífefnaríkan vel framræstan jarðveg. Það ætti aðeins að flytja hana á haustin.
Reynsla
Harðgerð-meðalharðgerð planta, sem hefur reynst þokkalega vel bæði norðan- og sunnanlands. Hefur verið sáð tvisvar í Lystigarðinum, 1992 & 1994, sú síðari dó 1999. Sú eldri var flutt út í beð 1996, blómstrar árlega og þrífst nokkuð vel.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Vex í beykiskógum í fjallahlíðum í allt að 2100 m hæð.