Lilium pyrenaicum

Ættkvísl
Lilium
Nafn
pyrenaicum
Ssp./var
ssp. pyrenaicum
Yrki form
f. rubrum
Höf.
Stoker
Íslenskt nafn
Fjallalilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
Réttara: Lilium pyrenaicum Gouan.
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Rauðappelsínulitur, doppur brúnrauðar.
Blómgunartími
Síðsumars.
Hæð
30-135 sm
Vaxtarlag
ssp. pyrenaicum.Stönglar 30-135 sm, græn, með fáeinar purpuralitar doppur. Lauf 7-15×0,3-2 sm, 3-15 tauga. Blóm allt að 12, blómhlífarblöð 4-6,5 sm, gul með dökkpurpura línur og doppur á innra borði.
Lýsing
f. rubrum. Blómin rauðappelsínulit með brúnrauðum doppum.
Uppruni
SV Frakkland, N Spánn.
Harka
3
Heimildir
= 1, Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I &II. third ed. London.
Fjölgun
Með fræi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Lifandi planta kom í Lystigarðinn 1998.