Lilium regale

Ættkvísl
Lilium
Nafn
regale
Íslenskt nafn
Kóngalilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölæringur og laukplanta.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
September.
Hæð
50-200 sm
Vaxtarlag
Uppréttir, laufóttir stönglar.
Lýsing
Stönglar grannir og seigir, 50-200 sm langir, grágræn með purpura slikju, myndar rætur. Lauf 5-13×0,4-0,6 sm, stakstæð, legglaus, bandlaga, 1-tauga, allt að 12,5 sm löng. Blómin eru 1-25, hvít trektlaga, ilmandi, lárétt, trektlaga, í sveip. Blómleggir 2-13 sm, útstæð. Blómhlífarblöð 12-15×2-4 sm, baksveigð í oddinn, hvít, innra borð krónupípunnar krómgul en bleik-purpuralit á ytra borði. Laukar 6,5-15,5 sm breiðir, sammiðja, hreistur þykk, skarast, lensulaga til egg-lensulaga, ydd, verða dökkpurpura ef sólin skín á þau. Frjóhnappar og frjó krómgult, stíll og fræni grænt. Aldin purpura 5-7×2,5 sm, fræ allt að 7 mm.Myndar mikið af fræjum.
Uppruni
V Kína.
Harka
5
Heimildir
= 1, Jelitto, L and Wilhelm Schacht 1990 Hardy Herbaceous Perennials. I & II. third ed. London. --- Upplýsingar af umbúðum laukanna.
Fjölgun
Með fræjum, hliðarlaukum og laukhreistrum, (auðræktuð af fræi).Oftast forræktað inni og síðan plantað út í garð á skjólgóðan stað.
Notkun/nytjar
Skrautblómabeð í skjóli.Laukarnir eru gróðursettir með 25 sm millibili í beð eða beðjaðra. Vaxtarstaður þarf að vera sólríkur í skjóli fyrir næðingum, en ekki fast upp við suðurvegg, þar verður of þurrt. Vökvun í meðallagi, þarf reglulega vökvun en ekki of mikla. Jarðvegur þarf að vera frjór, ríkur af lífrænum efnum og vel framræstur. Mælt er með að setja lauf eða annað lífrænt yfir moldina til að halda betur rakanum í henni. Fjarlægið dauð blóm en látið stönglana standa áfram. Laukarnir eru látnir vera á sínum stað og blómstra ár eftir ár.Fer snemma af stað á vorin og getur þá orðið fyrir frostskemmdu ef henni er ekki skýlt.
Reynsla
Meðalharðgerð planta, þarf skýlingu ef vel á að vera. Laukur keyptur og gróðursettur í Lystigarðinn 1989, gróðursett í beð 1995, sein til, blóm í september.
Yrki og undirteg.
'Royal Gold' ýmist talið stökkafbrigði eða blendingur.'Album' Blóm næstum hrein hvít. Frjóhnappar appelsínulitir.Var sáð í Lystigarðinum 1999, í sólreit 2003. Laukar voru gróðursettir í Lystigarðinn 2003 dauð 2010.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Tegundin vex út úr klettaveggjum í fjalladölum í 1500-5500 m hæð.