Einær, tvíær eða fjölær jurt, bláleit, yfirleitt hárlaus. Stönglar 5-25 sm háir, jarðlægir eða uppsveigðir, ógreindir eða greindur.
Lýsing
Laufin eru kransstæð neðantil, 5-35 sm, stakstæð ofantil, 4-20 x 0,5-2,5 mm, bandlaga til öfuglensulaga. Blómskipunin klasi, 3-15-blóma, yfirleitt þétt, sjaldan kirtil-hærð. Blómleggur 2-5 mm í blóma, allt að 13 mm með aldin. Bikar 3-5 mm, flipar mislangir, aflangir-öfuglensulaga til band-öfuglensulaga, snubbóttir, misstórir. Króna fjólublá með gult gin, sjaldan alveg gul, hvít eða bleik, sporinn 8-10 mm. Aldin 3-5 mm, fræ hálfhnöttótt, flöt, með breiðan væng, 2-2,5 mm, svört.
Uppruni
M & S Evrópa.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð, í steinhæðir, í kanta, í ker, í hleðslur.
Reynsla
Meðalharðgerð, viðkvæm fyrir umhleypingum, gott að eiga alltaf plöntur til vara í sólreit yfir veturinn.