Lindelofia anchusoides

Ættkvísl
Lindelofia
Nafn
anchusoides
Íslenskt nafn
Krókatunga
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Samheiti
Réttara: L. macrostyla (Bunge) Popov
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blár, bleikur eða purpura.
Blómgunartími
Vor-snemmsumars.
Hæð
60-90 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt. Stönglar allt að 90 sm, grádúnhærðir, ógreindir.Grunnlauf 14-40 x 1,7-4,5 sm að leggnum meðtöldum, mjókka að grunni, lensulaga, ydd, þornhærð, hárin aðlæg á efra borði og stundum á því neðra.
Lýsing
Stöngullauf legglaus, lykja ekki um stöngulinn, mjókka að grunni, lensulaga til band-lensulaga. Blómskipunin endastæð og í blaðöxlum, blómfá, blómskipunarleggur langur. Bikarflipar aflangir, um það bil 4 mm, snubbóttir, þéttdúnhærðir. Króna bjöllulaga 1,1-1,2 sm, blá, bleik eða purpura, ginhreistur mjókka að oddinum (eru fleyglaga) með 2 stutta hliðarsepa rétt neðan við oddinn. Fræflar eru inni í krónunni, aðeins 2 þeir lengstu ná fram fyrir hreistrin. Fræ (hnetur) um það bil 5 mm í þvermál, yfirborðið með þétt skegg.
Uppruni
Afghanistan til V Himalaja.
Harka
7
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í E3 frá 1982 og þrífst þar með ágætum.