Lindelofia longiflora

Ættkvísl
Lindelofia
Nafn
longiflora
Íslenskt nafn
Vargstunga
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól .
Blómalitur
Djúp-kóngablár-purpurablár.
Blómgunartími
Vor-snemmsumars.
Hæð
Allt að 60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt. Stönglar eru allt að 60 sm eða hærri, stríhærðir.Grunnlauf allt að 30 sm x 9-35 mm að leggnum meðtöldum, lensulaga eða aflöng-lensulaga, mjókka að grunni, þornhærð bæði á efra og neðra borði. Stöngullauf egglaga til aflöng-lensulaga, legglaus, þau efri lykja um stöngulinn, bogadregin eða hjartalaga við grunninn.
Lýsing
Blóm í endastæðum kvíslskúf. Bikarflipar aflangir-oddbaugóttir, um það fil 5 mm, næstum yddir, kögraðir. Króna sívöl 1,4-1,5 cm, djúpkóngablá eða purpurablá. Ginleppar mjókka upp en breikka aftur rétt neðan við oddinn, skörðóttir í endann, engir hliðarflipar.Fræflar ná fram úr krónunni, ná alveg yfir grunn ginleppanna. Fræ (hnetur) eru egglaga um það bil 4 mm í þvermál, skegghár eftir sveigðum jaðrinum.
Uppruni
Kasmír og NV Indland.
Harka
7
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Hefur lifað í E3 í mörg ár.