Linum grandiflorum

Ættkvísl
Linum
Nafn
grandiflorum
Íslenskt nafn
Sumarlín
Ætt
Línætt (Linaceae).
Lífsform
Einær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur með dökkt auga.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
50-75 sm
Vaxtarlag
Hárlaus, einær, upprétt jurt allt að 75 sm há, greinótt við grunninn.
Lýsing
Laufin allt að 3 sm, band-lensulaga, hvassydd, lítið hærð. Blómin bleik með dökka miðju, allt að 4 sm í þvermál, í strjálum skúf. Ytri bikarblöð lensulaga, hvassydd, kögurtennt, innri bikarblöð 12 mm, jaðrar himnukenndir og randhærðir.
Uppruni
N Afríka.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Sem sumarblóm.
Reynsla
Þrífst vel í görðum á Íslandi.
Yrki og undirteg.
'Rubrum' er með skærrauð blóm, sjá efstu myndina.