Linum usitatissimum

Ættkvísl
Linum
Nafn
usitatissimum
Íslenskt nafn
Spunalín
Ætt
Línætt (Linaceae).
Lífsform
Einær jurt - ræktuð sem sumarblóm.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
60-120 sm
Vaxtarlag
Upprétt, einær jurt, allt að 120 sm.
Lýsing
Laufin bandlaga til lensulaga, allt að 3 mm breið, hvassydd. Blómin eru blá, allt að 1,25 sm í þvermál, í endastæðum, laufóttum hálfsveiplíkum skúf. Bikarblöð egglaga, hvassydd, þau innri með himnukenndan jaðar. Krónublöð dálítið bogtennt.
Uppruni
Asía til forna, vex sem slæðingur í N Ameríku.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Nytjajurt. Ræktað stundum sem sumarblóm, en fremur sem nytjaplanta vegna trefja í stönglum sem notaðar eru í vefnað og úr fræjum má vinna línolíu.
Reynsla
Þokkalega harðgerð, að minnsta kosti norðanlands.