Lonicera alpigena

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
alpigena
Íslenskt nafn
Fjallatoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi
Blómalitur
Gulgræn með rauða slikju
Blómgunartími
Vor
Hæð
0,5 - 1 m
Vaxtarlag
Runni allt að 1 m á hæð, fremur grannur og með upprétt vaxtarlag.
Lýsing
Runni um 1 m hár, grannur og uppréttur í vextinum, Smágreinar grænar, lítið eitt kirtilhærðar og dúnhærðar. Laufin allt að 10 sm, oddbaugótt til aflöng, langydd dökkgræn og glansandi ofan, ljósari og dúnhærð í fyrstu á neðra borði, randhærð. Blómin gulgræn, með rauða slikju, allt að 1,5 sm, tvö og tvö saman, blómleggir uppréttir, allt að 5 sm, allt að 12,5 mm, með tvær varir, dúnhærð innan, fræflar dúnhærðir neðantil. Berin egglaga-hnöttótt, allt að 13 mm, glansandi dökkrauð.
Uppruni
M & S Evrópa.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Vetrar eða sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í limgerði, blönduð beð, þyrpingar, sem stakstæður runni.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til allmargar plöntur undir þessu nafni, sem sáð hefur verið frá 1978 til 1983 og gróðursettar í beð 1980 til 1985, allar þrífast vel, kelur lítið eða ekkert. Hefur reynst mjög vel í Lystigarðinum - mun harðgerðari en hörkutalan segir til um.
Yrki og undirteg.
Lonicera alpigena 'Macrophylla' laufin stór, hárlaus, smástoðblöð lítil.Blómin hárlaus á ytra borðiLonicera alpigena f. nana (Carr.) Nichols. Dvergvaxinn runni. Lauf með strjál dúnhár á neðra borði, hárin þéttari á æðastrengjunum. Blómin djúprauð.