Lonicera caerulea

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
caerulea
Ssp./var
v. edulis
Höfundur undirteg.
Turcz. ex Herd.
Íslenskt nafn
Blátoppur / Berjablátoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Samheiti
Lonicera edulis (Turcz. ex Herder) Turcz. ex Freyn
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulhvítur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
1.5-2m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni sem verður 1,5-2 m hár, uppréttur og kúptur í vextinum.
Lýsing
Laufin eru gagnstæð, egglaga, 3-8 sm löng og 1-3 sm breið, blágræn, með dálitla vaxáferð. Blómin eru lítil, trektlaga, gulhvít, 12-16 mm löng með 5 jafnstóra flipa. Þau eru tvö og tvö saman á stönglunum. Berið er ljósblátt ber, dropalaga um það bil 1 sm i þvermál, ljúffengt. Þegar berin eru græn innan eru þau ekki fullþroskuð, þau eiga að vera djúp purpurarauð innan, þegar þau eru fullþroska.
Uppruni
Kaldtempraða beltið á norðurhveli.
Sjúkdómar
Stöku sinnum lús og maðkur.
Harka
2
Heimildir
1
Fjölgun
vetrar og sumargræðlingar, sáning (fjarl. fræ úr berinu)
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, blönduð beð, stakstæðir runnar. ---- Ber af berjablátopp er hægt að nota í sultu, safa, vín, rjómaís, jógúrt, sósur og sælgæti. ---- Langt er síðan farið var að rækta berjablátoppinn í Rússlandi og komið hafi fram ýmis yrki þar til að fá fram yrki sem gefa af sér meiri uppskeru af berjum. Þarf víxlfrjóvgun, sólríkan og hæfilega rakan vaxtarstað til að uppskeran verði sem mest.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta undir þessu nafni, tvær plöntur sem sáð var til 1984 og gróðursett í beð 1985 og ein sem sáð var til 1981 og gróðursettar í beð 1992. Allar þrífast mjög vel. --- Mjög harðgerður, falleg blásvört ber. Nokkuð algengurí ræktun.
Yrki og undirteg.
Lonicera caerulea L. subsp. edulis (Turcz.) Hulten var. emphyllocalyx (Maxim.) Nakai ------Plantan minna hærð en ssp. edulis, hæringin styttri, eða plantan er næstum hárlaus.Japan (Hokkaido, Honshu.REYNSLA: Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1979.