Lonicera caerulea

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
caerulea
Ssp./var
v. altaica
Höfundur undirteg.
(Pall) Sweet
Íslenskt nafn
Blátoppur / Bergtoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Gulhvítur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
-1.5 m
Vaxtarlag
Smágreinar stinnhærðar.
Lýsing
Lauf allt að 7 sm, dúnhærð bæði ofan og neðan. Krónan dúnhærð á ytra borði, fræflar ná ekki út úr krónupípunni.
Uppruni
NA Evrópa, Pyreneafjöll til Búlgaríu og SV Tékkóslóvakía.
Sjúkdómar
Stöku sinnum lús og maðkur.
Harka
2
Heimildir
1
Fjölgun
Vetrar og sumargræðlingar, sáning (fjarl. fræ úr berinu).
Notkun/nytjar
Klippt og óklippt limgerði, í þyrpingar, blönduð beð, stakstæð klippt.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein mjög gömul planta undir þessu nafni, tvær sem sáð var til 1980, gróðursettar í beð 1985 og ein sem sáð var til 1982, gróðursett í beð 1987. Allar þrífast mjög vel, ekkert kal. ------Mjög harðgerður runni, falleg blásvört ber. Mikið notaður í klippt limgerði víða um land.