Lonicera caprifolium

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
caprifolium
Íslenskt nafn
Vaftoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi klifurrunni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi, (skuggi).
Blómalitur
Gulhvítur með bleika slikju.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
-4 m (-6m langur).
Vaxtarlag
Lauffellandi, klifrandi runni, sem verður allt að 6 m hár.
Lýsing
Smágreinar næstum hárlausar. Neðstu laufin leggstutt, efstu laufin legglaus, allt að 10 × 5 sm, öfugegglaga til oddbaugótt, oddur bogadregin, grunnur langyddur, næstum hárlaus, bláleit, einkum á neðra borði, blágræn á neðra borði, endalaufin samvaxin. Blómin gulhvít með bleika slikju, ilmandi, í 4-10 blóma, legglausum krönsum í öxlum þriggja efstu laufparanna Krónan með tvær varir, efri vörin upprétt til baksveigð, 4-flipótt, allt að 5 sm, pípan grönn. Berin appelsínurauð.
Uppruni
Evrópa, V Asía.
Sjúkdómar
Stundum með blaðlús.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Vetrar- eða sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Þyrpingar, stakstæð, klifurplanta á hús eða sv.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2004, þrífst vel, kelur lítið. ---- Meðalharðgerður. Þarf grind til að klifra upp eftir. Nægjusöm tegund.
Yrki og undirteg.
Pauciflora krónupípan allt að 3 sm, purpura til rósbleik utan, móhvít innan. ----- Praecox lauf grágræn, blóm rjómalit, oft með ljósrauða slikju, verða seinna gul, blómstrar snemma.