Lonicera caucasica*

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
caucasica*
Íslenskt nafn
Kákasustoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur
Blómgunartími
Vor-sumar.
Hæð
1,5-2m
Vaxtarlag
Uppréttur lauffellandi runni, allt að 2 m hár.
Lýsing
Ungar smágreinar hárlausar. Laufin allt að 10 × 1 sm, oddbaugótt til egglaga, hvassydd eða odddregin, bogadregin til fleyglaga við grunninn, hárlaus, laufleggir stuttir. Blómin bleik, tvö og tvö saman í blaðöxlunum, ilmandi, blómleggir allt að 14 mm, stoðblöð bandlaga, allt að 5 mm, smástoðblöð breið, 1 mm, samvaxin. Krónan með tvær varir, allt að 12 mm, hárlaus eða dúnhærð. Krónupípan víkkar til annarrar hliðarinnar. Berin hnöttótt, allt að 1 sm í þvermál, svört, samvaxin.
Uppruni
Kákasus
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Vetrar- eða sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæður runni.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni , sem sáð var til 1990 og gróðursettar í beð 1993 og 1994, og ein planta, sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1994. Allar hafa kalið dálítið flest ár.