Lonicera hirsuta

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
hirsuta
Íslenskt nafn
Þyriltoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi vafningsrunni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur til appelsínugulur.
Blómgunartími
Sumar.
Vaxtarlag
Lauffellandi vafningsrunni. Ungir sprotar grannir, kirtildúnhærðir.
Lýsing
Laufin allt að 10 x 5 sm, oddbaugótt, djúp mattgræn ofan, grá neðan, dúnhærð, einkum neðan, randhærð. Efri laufin samvaxin ob mynda skífu. Blómin endastæð eða axlastæð, í öxum 2-3 blóma þéttum hvirfingum, krónupípa með tvær varir, allt að 3 sm, gul-appelsínugul. Kirtildúnhærð utan. Berin gul-rauð.
Uppruni
NA Ameríka.
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, vetrar- og sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, í þyrpingar.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum en sáð var til Þyriltoppsins 2010.