Lonicera japonica

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
japonica
Yrki form
Aureo-reticulata
Íslenskt nafn
Flekkutoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Samheiti
Lonicera japonica Thunb Reticulata
Lífsform
Lauffellandi- hálfsígrænn runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor-snemmsumars.
Hæð
3 m
Vaxtarlag
Þéttvaxinn runni sem þekur jörðina, allt að 3 m hár og allt að 3 m breiður.
Lýsing
Laufin lítil, skærgræn gullin netæðótt á æðastrengjunum. Stundum flipótt, að öðru leiti lík v. repens. .
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Græðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
í beð, þyrpingar, sem sstakstæður runni.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 2010.