Lonicera kesselringii

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
kesselringii
Íslenskt nafn
Skagatoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Vor-sumar.
Hæð
- 2 m
Lýsing
Mjög líkur L. caucasica, en laufin eru 6 × 2 sm, aflöng eða oddbaugótt-lensulaga, blómleggir allt að 8 mm, blómin bleik, tvö og tvö saman, smærri, og krónupípan er ekki eins útblásin.
Uppruni
Kamchatka.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í raðir, beð, þyrpincar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, sem sáð var til 1982 og gróðursettar voru í beð 1988, þrífast vel.