Lonicera korolkowii

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
korolkowii
Íslenskt nafn
Hirðingjatoppur (Kóraltoppur)
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Fölbleikur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
2-3 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 3 m hár, lotinn, hálfuppréttur, tígulegur. Ungar greinar dúnhærðar.
Lýsing
Laufin allt að 3 × 2 sm, egglaga eða oddbaugótt, langydd, mjókkar oftast smám saman að grunni, ljós blágræn, blágræn neðan, dúnhærð einkum á neðra borði, laufleggir allt að 6,5 mm. Blómin fölbleik, 1,5 sm tvö og tvö saman, í blaðöxlunum. Krónan með tvær varir, krónupípan mjó, dúnhærð innan. Aldin skærrauð.
Uppruni
Fjöll í M Asíu, Afganistan, Pakistan.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Sumar og vetrargræðlingar, sveiggræðsla, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, beð, sem stakstæður runni, óklippt limgerði.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, sem sáð var til 1979 og gróðursettar í beð 1981 og 1985 og fimm sem sáð var til 1991 og gróðursettar í beð 200, 2001 og 2009. Þrífast sæmilega, kala dálítið flest árin. --- Meðalharðgerður, lítt reynd hérlendis.