Lonicera korolkowii

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
korolkowii
Yrki form
Aurora
Íslenskt nafn
Hirðingjatoppur (Kóraltoppur)
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærpurpurableik.
Blómgunartími
Vor-snemmsumars.
Hæð
2,5-3 m
Vaxtarlag
Allt að 2,5 m hár runni. Greinar drúpandi.
Lýsing
Lauf mjó-egglaga. ydd, lítil, flauelsdúnhærð neðan, græn með gráa slikju, á teygðum sprotum. Blómin lítil, allt að 8 mm löng og 18 mm breið skærbleik. Aldin dökkappelsínugul.
Uppruni
Form, sem vex hátt í Himalajafjöllum.
Harka
5
Heimildir
1, http://www.backyardgardener,com, http://www,worldfieldguide.com
Fjölgun
Græðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í beð, þyrpingar, sem stakstæður runni.Hirðingjatoppur er ekki vandlátur á jarðveg en þolir illa að standa í vatni. Blómstrar mest í mikilli sól. Þolin gagnvart næðingum, hita og loftraka, sem og mengun og vindi af hafi. --Venjuleg toppablóm ilma ekki, en laða stundum býflugur að.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 2001.