Lonicera maackii

Ættkvísl
Lonicera
Nafn
maackii
Íslenskt nafn
Mongólatoppur
Ætt
Geitblaðsætt (Caprifoliaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi
Blómalitur
Hvítur - seinna gulleitur
Blómgunartími
Snemmsumar
Hæð
2-3 (-5 m)
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur runni, allt að 5 m hár. Börkurinn dökkgrár, flagnar. Ungar greinar oft dökkpurpura, með þétt hvít dúnhár.
Lýsing
Lauf 8 × 4 sm, mjóöfugegglaga til breiðlensulaga, langydd eða ydd, fleyglaga við grunninn. Dökkgræn, smá, útstæð dúnhár ofan, ljósari og smádúnhærð einkum á æðastrengjum á neðra borði. laufleggi 5 mm, purpura, þéttdúnhærðir Blómin hvít, seinna gul, ilmandi, axlastæð, tvö og tvö saman á hlið smágreina. Blómleggir kirtildoppótt, stoðblöð himnukennd, bandlaga, smástoðblöð grunn-framjöðruð, randhærð, bikar allt að 3 mm, skállaga, króna 2 sm, með tvær varir, hárlaus eða lítið eitt dúnhærð utan. Berin allt að 4 mm í þvermál, hnöttótt, dökkrauð eða svört fræ, allt að 5×2,5 mm, egglaga eða oddvala, ljósgul.
Uppruni
Japan, Kórea, Mansjúría, N Kína, Ussuri.
Harka
2
Heimildir
1
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í limgerði, klippt eða óklippti, í blönduð beð, í þyrpingar eða sem stakstæðir runnar.
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum, en var sáð 2010. Harðgerður.
Yrki og undirteg.
Lonicera maackii f. podocarpa Rehd. - runni að 3 m, hvít til gul blóm, rauð aldin.